Skip to content

Nýtt hugarfarmyndband um liðsheild

Þessi vinsæli liður heldur áfram – við höfum samið við KVAN um að gera 4 myndbönd til viðbótarfyrir samfélagsmiðla Gróttu. Jón Halldórsson og Anna Steinsen frá Kvan munu fjalla um sjálfstraust, hugrekki, styrkleikana og liðsheild í sínum myndböndum. 

Jón og Anna eru eigendur Kvan kvan.is og hafa áralanga reynslu að vinna með einstaklingum og hópum hvernig þau geta öðlast aðgengi að sínum styrkleikum, til að auka líkur á árangri.

Jón Halldórsson ríður á vaðið í fyrsta myndbandinu og fjallar um liðsheild. Sterk liðsheild er einn af lykilþáttum árangurs í hópíþróttum. Hvað býr til góða liðsheild ? Hvert er hlutverk hvers og eins í að skapa þessa liðsheild.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar