Skip to content

Nýr þjónustusamningur undirritaður

Grótta og Seltjarnarnesbær undirrituðu í gærkvöldi nýjan þjónustusamning. Undirritunin fór fram í hálfleik á sigurleik Gróttu gegn ÍBV í Olís deild karla. Meginmarkmið samningsins er að tryggja öflugt og fjölbreytt íþróttastarf á Seltjarnarnesi. Með nýjum þjónustusamningi hækkar fjárframlag Seltjarnarnesbæjar til Gróttu sem kemur sér vel í rekstri félagsins.

Við undirritunina þakkaði Þröstur Þór Guðmundsson, formaður aðalstjórnar Gróttu bæjaryfirvöldum fyrir stuðninginn og lagði áherslu á að með auknum fjárframlögum væri hægt að gera gott starf enn betra. „Mig langar fyrir hönd Gróttufólks að þakka Seltjarnarnesbæ fyrir þeirra framlag til íþróttafélagsins. Það er ljóst að með hækkun fjárframlags til Gróttu þá getum við gert enn betur,“ sagði Þröstur Þór að lokinni undirritun.

Á myndinni má sjá Þröst Þór Guðmundsson, formann aðalstjórnar og Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóra Seltjarnarness. Auk þeirra eru fjórir iðkendur félagsins með á myndinni en þau heita Þröstur Blær Guðmundsson, Helgi Skírnir Magnússon, Arna Katrín Viggósdóttir og Edda Sigurðardóttir

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar