Í gærkvöldi hélt Þorsteinn V. Einarsson frá samfélagsmiðlinum Karlmennskan fyrirlestur fyrir Gróttu drengi fædda 2003-2007 í knattspyrnu og handbolta.
Erindi Þorsteins heitir ,,Leikreglur karlmennskunnar“ og fjallaði um muninn á skaðlegri og jákvæðri karlmennsku og hvernig strákarnir geti skapað liðsheild sem byggir á virðingu, meðvitund og samkennd. Vel var mætt á fyrirlesturinn og gerðu drengirnir góðan róm af erindi Þorsteins.
Við þökkum Þorsteini kærlega fyrir komuna til okkar.