Skip to content

Hákon kallaður inn í A-landsliðið og Orri Steinn í U-21

Gróttumenn gera það gott! Hákon kallaður inn í A-landsliðið og Orri Steinn í U-21 🇮🇸

Hinn 17 ára gamli Orri Steinn Óskarsson var kallaður inn í U21 árs landsliðið í gær en liðið spilaði við Liechtenstein í dag. Þar hitti Orri sinn fyrrum liðsfélaga hjá Gróttu, en Hákon Rafn Valdimarsson var milli stanganna hjá U21 árs landsliðinu í 3-0 sigri. Hákon var í byrjunarliði liðsins en Orri Steinn kom við sögu sem varamaður og lék sinn fyrsta landsleik með U21 ára liðinu. Það er skammt stórra högga á milli, en eftir leikinn var tilkynnt að Hákon Rafn Valdimarsson hefði verið kallaður inn í A-landsliðið. Hákon verður því í íslenska landsliðshópnum í leiknum gegn Norður-Makedóníu á sunnudag.
Geggjaðir 🙌🏼💙

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print