Skip to content

Freyja og Auður Anna kepptu á Norðurlandamóti í áhaldafimleikum 2024

Norðurlandamótið í áhaldafimleikum var haldið í Osló í Noregi á dögunum. Grótta átti tvo keppendur á mótinu þær Freyju Hannesdóttur og Auði Önnu Þorbjarnardóttur. Freyja keppti með Íslenska kvennalandsliðinu sem gerði sér lítið fyrir og varð Norðurlandameistari í liðakeppni. Auður Anna keppti með Íslenska stúlknalandsliðinu sem náði einnig frábærum árangri á mótinu og hafnaði í öðru sæti. Á mótinu var einnig keppt til úrslita í fjölþraut og á einstaka áhöldum og Auður Anna var fyrst inn í úrslit á stökki og endaði í 6. sæti sem er virkilega vel gert.

Við óskum keppendum og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með frábæran árangur.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar