Nú rétt í þessu var að ljúka fjölmennum kynningarfundi á verkefninu – Farsæl öldrun. Grótta og félagsstarf eldri bæjarbúa munu taka höndum saman næstu vikurnar og bjóða eldri borgurum upp á markvissa hreyfingu í íþróttamannvirkjum Gróttu. Eva Katrín Friðgeirsdóttir íþróttafræðingur og yfirþjálfari hópfimleika hjá Gróttu mun sjá um þjálfunina.
Verkefnið hefst í byrjun næstu viku og stendur í 12 vikur. Kennt er í fjórum hópum og eru átta einstaklingar í hverjum hópi. Skemmst er frá því að segja að það fylltist strax í alla hópana og færri komust að en vildu. Það er von Gróttu að verkefnið takist vel og að framhald verði á því næsta haust.