Skip to content

Ágúst námskeið Seltjarnarnesbæjar og Gróttu 2020

Innritun á eftirfarandi námskeið fer fram í gegnum rafrænt skráningakerfi Gróttu, Nóra grotta.felog.is

Upplýsingar fást einnig á skrifstofu Gróttu í síma 561-1133 á milli kl 13:00 og 16:00 eða með því að senda tölvupóst á netfangið gullijons@grotta.is, jonap@seltjarnarnes.is eða laufeyg@seltjarnarnes.is

  • Leikjanámskeið (fyrir börn fædd 2013 og 2012)
  • Ævintýranámskeið (fyrir börn fædd 2011 og 2010)
  • Fimleika og leikjaskólinn (fyrir börn fædd 2011 – 2014)
  • Handboltaskólinn (fyrir börn fædd 2009 – 2014)

Leikjanámskeið fyrir börn sem eru fædd árin 2013 og 2012

Skipulögð dagskrá er frá klukkan 9:00 – 16:00, en boðið er upp á viðveru frá klukkan 8:00 – 9:00 og 16:00 -17:00. Sækja þarf sérstaklega um þá þjónustu.

Þátttakendur þurfa að hafa með sér kjarngott nesti, sundföt, hlífðarfatnað og annan fatnað er hæfir veðri og viðburðum hverju sinni. Það eru vandaðir leiðbeinendur á námskeiðunum auk aðstoðarfólks frá vinnuskóla.

Námskeiðið verður haldið:

  • 10. ágúst – 21. ágúst (síðasti dagur skráningar er 17. júlí)

Hægt er að velja heilan eða hálfan dag.

  • Verð 14.000kr allur dagurinn (9:00-16:00, miðað við 10 dagar).
  • Verð 7.700kr hálfur dagurinn (9:00-12:00 eða 13:00-16:00, miðað við 10 daga).

Ævintýranámskeið fyrir börn sem eru fædd árin 2011 og 2010

Öll námskeið sumarsins verða þematengd þannig mun hvert námskeið verða ólíkt því næsta. Skipulögð dagskrá er frá klukkan 9:00 – 16:00, en boðið er upp á Viðveru frá klukkan 8:00 – 9:00 og 16:00 -17:00. Sælja þarf sérstaklega um þá þjónustu. Þátttakendur þurfa að hafa með sér kjarngott nesti, sundföt, hlífðarfatnað og annan fatnað er hæfir veðri og viðburðum hverju sinni.

Það eru vandaðir leiðbeinendur á námskeiðunum auk aðstoðarfólks frá vinnuskóla.

Námskeiðið verður haldið:

  • 10. ágúst – 21. ágúst (síðasti dagur skráningar er 17. júlí)

Hægt er að velja heilan eða hálfan dag.

  • Verð 14.000kr allur dagurinn (9:00-16:00, miðað við 10 dagar).
  • Verð 7.700kr hálfur dagurinn (9:00-12:00 eða 13:00-16:00, miðað við 10 daga).

Handknattleiksdeild Gróttu verður, líkt og síðustu ár með öflugt sumarstarf fyrir börn og unglinga.

Í sumar verður boðið upp á handboltaaskóla í þrjár vikur, þ.e. frá 4. – 21. ágúst. Í handboltaskólanum, sem er fyrir börn fædd 2009-2014, verður börnum skipt eftir aldri til að koma til móts við þarfir hvers og eins. Farið verður í grunnatriði fyrir yngsta aldurshópinn og flóknari æfingar fyrir eldri hópa.

Skólinn verður alla daga frá kl. 09:00 – 12:00, en boðið verður upp á gæslu frá kl. 08:00 og að skóla loknum til kl. 13:00.

Handboltaskólanum lýkur með grillveislu fyrir alla þátttakendur föstudaginn 21. ágúst.

Verð:

  • 4.ágúst – 7.ágúst (vika 1 – 5.200 kr)
  • 10.ágúst – 14.ágúst (vika 2 – 6.500 kr)
  • 17.ágúst – 21.ágúst (vika 3 – 6.500 kr)
  • Ef allar vikur eru teknar kostar það 16.000 kr

Handknattleiksdeild Gróttu verður einnig með sérstakan afreksskóla en hann er starfræktur frá, 4. – 21. ágúst fyrir iðkendur sem verða í 5. og 4.flokki næsta vetur (f. 2005-2008).

Æfingar fara fram mánudaga – fimmtudaga kl. 12:30 – 14:00. Í afreksskólanum verður að miklu leyti farið í flóknari tækniatriði en í handboltaskólanum og meiri afrekshugsun í fyrirrúmi.

Námskeið og verð eru sem hér segir:

  • 4.ágúst – 6.ágúst (vika 1 – 3.750 kr)
  • 10.ágúst – 13.ágúst (vika 2 – 5.000 kr)
  • 17.ágúst – 21.ágúst (vika 3 – 5.000 kr)
  • Ef allar vikurnar eru teknar þá kostar það 11.500kr

Afreksskólanum lýkur með grillveislu fyrir alla þátttakendur fimmtudaginn 20.ágúst.

Fimleikadeildin snýr aftur með fimleika- og leikjaskóla fyrir 6-9 ára krakka (f.2011-2014) í sumar.

Námskeiðin verða frá kl. 9:00 – 16:00 alla virka daga og standa yfir í viku í senn. Fyrir hádegi verður farið í fimleika frá kl. 09:00 – 12:00 með smá nestispásu kl. 10:30 og eftir hádegi verður farið í ýmsa leiki bæði úti og inni. Boðið verður upp á gæslu frá kl. 08:30 – 09:00.

Í fimleikunum verða börnunum skipt í hópa eftir aldri og færni í fimleikaæfingum. Börnin eiga að mæta á námskeiðið með fimleikafatnað með sér og klædd eftir veðri. Þau þurfa að hafa með sér kjarngott nesti yfir daginn.

Námskeið og verð eru sem hér segir.

  • 4.ágúst – 7. ágúst (17.000 kr)
  • 10.ágúst. – 14. ágúst (17.000 kr)

Vinsamlega athugið að takmarkað pláss er á námskeiðunum. Jafnframt áskilur fimleikadeildin sér rétt til að fella niður námskeiðið náist ekki næg þátttaka.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar