Síðastliðið mánudagskvöld hélt Dr. Viðar Halldórsson frææðsluerindi fyrir þjálfara allra deilda hjá Gróttu. Erindið fjallaði um mikilvægi þess að styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda eins og líkamlega færni. Viðar kynnti um leið verkefnið „Sýnum karakter“ sem er átaksverkefni um þjálfun slíkra þátta.
Góð mæting var meðal aðal- og aðstoðarþjálfara allra deilda auk þess sem nokkur fjöldi stjórnarmanna mætti. Fræðsluerindið sl. mánudag var liður í samvinnuverkefni allra deilda þar sem hugmyndin er að setja aukinn kraft í fræðslu fyrir þjálfara, iðkendur og foreldra. Til að samræma fræðsluna var sett á laggirnar svokallað fræðsluráð en það samanstendur af yfirþjálfurum og fulltrúum allra deilda ásamt íþróttastjóra félagsins.
Næstu tvo miðvikudaga, 25. janúar og 1. febrúar mun Bjarni Fritzson flytja fræðsluerindi fyrir alla iðkendur sem eru fæddir 2004 og fyrr undir yfirskriftinni „Vertu óstöðvandi“. Þar mun hann fjalla um efni sem ætlað er að styrkja sálrænan hluta íþróttafólks.
Miðvikudaginn 15. febrúar kl. 20.15 mun Bjarni svo koma aftur til okkar og flytja fyrirlestur fyrir foreldra allra iðkenda í Gróttu. Þar mun hann fjalla um það hvernig hægt er að styrkja árangur og sjálfsmynd barna.