Skip to content

Arnari veitt gullmerki HSÍ og silfurmerki ÍSÍ

Ársþing HSÍ fór fram miðvikudaginn 19.júní síðastliðinn í Laugardalshöll. Eins og venja ber á ársþingum þá eru reikningar og skýrsla stjórnar síðasta árs lagðir fram, stjórnarkjör fer fram og önnur mál sem fram koma í lögum sambandsins.

Gróttumaðurinn Arnar Þorkelsson hefur setið í stjórn HSÍ sem gjaldkeri undanfarin 8 ár. Hann hefur ákveðið að hætta í stjórn sambandsins og við það tilefni var honum afhent gullmerki HSÍ fyrir frábær störf fyrir handboltann í landinu. Við sama tilefni var honum einnig afhent silfurmerki ÍSÍ fyrir sín störf.

Þó að Arnar hafi byrjað ungur að æfa handbolta hjá Gróttu, þjálfað yngri flokka, setið í barna- og unglingaráði, setið í nefndum á vegum Gróttu, verið formaður Handknattleikadeildar Gróttu og setið í stjórn HSÍ í 8 ár, þá er hann engan veginn hættur. Hann hefur tekið sæti í barna- og unglingaráði Handknattleiksdeildar Gróttu.

Til hamingju Arnar !

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar