Grótta sendi 10 lið út 5. – 8. flokki á stærsta fótboltamót landsins, Símamótið, fyrr í júlí. Tvö þeirra unnu sinn riðil og fengu bikar Nokkur lið nældu sér í silfurverðlaun en öll liðin stóðu sig gríðarlega vel. Til hamingju stelpur
5. flokkur var með tvö lið á mótinu, en lið 1 endaði í 4. sæti og lið 2 í 5. sæti í riðlunum sínum eftir hörkuleiki. Stelpurnar hafa sýnt miklar framfarir frá því í vetur og það var virkilega gaman að fylgjast með því.
6. flokkur var með fimm lið á mótinu og þau komust öll í úrslit. Lið 3 og 5 fengu gullverðlaunin og bikar, en lið 1, 2 og 4 þurftu að sætta sig við silfrið eftir spennandi úrslitaleiki. Maður lærir ýmislegt á því að spila undir pressu og einnig á því að tapa, svo það fóru allir með eitthvað heim í reynslubankann. Frábær árangur samt sem áður, enda hefur flokkurinn æft vel í allan vetur. 6. flokkur kvenna er fjölmennasti flokkurinn af þeim sem fóru á mótið, en það eru 34 stelpur skráðar í flokkinn, sem er metfjöldi í 6. flokki kvenna í Gróttu.
7. flokkur var með þrjú lið á mótinu, en þriðja liðið var skipað stelpum úr 8. flokki. Stelpurnar áttu erfitt uppdráttar í fyrstu, en sýndu svo í hvað þeim bar og uppskáru nokkra sigurleiki. Leikgleðin var ríkjandi meðal stelpnanna og var gaman að sjá hvað þær virtust njóta sín, brosa og gleðjast yfir því að spila fótbolta. Margar af stelpunum voru að fara á sitt fyrsta stórmót og eru eflaust farnar að telja niður í það næsta.