Skip to content

Handboltaskóli Gróttu í fullum gangi

Þessa dagana er mikið líf í íþróttahúsinu enda er Handboltaskóli Gróttu í fullum gangi. Góð þátttaka er í skólann eins og undanfarin ár og greinilegt að krakkarnir bíða í ofvæni eftir handboltavetrinum eftir gott sumarfrí.

Frábærir þjálfarar starfa við skólann og má þar nefna Andra Sigfússon, Önnu Lilju Björnsdóttur, Björn Valdimarsson, Pétur Má Harðarson og Viktor Orra Þorsteinsson auk annarra ungra og efnilegra þjálfara félagsins.

Samhliða handboltaskólanum er starfræktur Afreksskóli Gróttu en hann er hugsaður fyrir eldri krakka sem vilja kafa dýpra í handboltafræðin. Það er Andri Sigfússon sem sér um þær æfingar auk gestaþjálfara.

Daglega eru því tæplega 100 krakkar í þessum tveimur skólum. Það er mikið um að vera á meðan námskeiðið stendur yfir eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Vonandi koma allir krakkarnir brosandi og lærdómsríkari heim eftir fjöruga morgna í íþróttahúsinu.

Skólarnir halda áfram í næstu viku og enn er hægt að skrá sig inn á skráningarvef Gróttu, Nóra eða á skrifstofu félagsins.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar