Skip to content

Rúmlega 60 Gróttustelpur á Símamótinu

Rúmlega 60 Gróttustelpur kepptu á Símamótinu helgina 12.-14. júlí, stærsta knattspyrnumóti landsins. 5. flokkur kvenna tefldi fram 3 liðum sem samanstóð af 27 stelpum, 6. flokkur kvenna var einnig með 3 lið en 17 stelpur og 7. flokkur kvenna var með 4 lið og 20 stelpur innanborðs. Mótið var frá föstudegi til sunnudags og leikið var frá morgni til eftirmiðdags. Gróttustelpurnar upplifðu bæði sigra og töp, og einstaka jafntefli, en leikgleðin var aldrei langt undan. 

Grótta 1 í 6. flokki komust í úrslitaleik A-liða og höfðu aðeins tapað einum leik yfir helgina. Grótta keppti gegn KA í úrslitum í æsispennandi leik. Staðan var orðin 2-2 eftir örfáar mínútur en Freyja Sigríður var með mörk Gróttu. Í hálfleik var staðan 5-3 fyrir Gróttu en KA tókst að jafna og staðan var 5-5 að venjulegum leiktíma loknum. Leikurinn var því framlengdur og í hálfleik framlengingar var staðan 6-6, en Rebekka Sif skoraði síðari fjögur mörk Gróttu. Á lokasekúndum seinni hálfleiks framlengingarinnar tókst KA að koma boltanum í netið og staðan því 7-6 fyrir KA. Gríðarlega svekkjandi úrslit fyrir hörkuduglegar Gróttustelpur en þær mega vera stoltar af frammistöðu sinni á mótinu. Grótta 1 tók því silfrið að þessu sinni.

Grótta 3 í 5. flokki komst einnig í úrslitaleik en töpuðu þar gegn Breiðablik 2-0 og fengu 5. flokks stelpurnar því einnig silfrið. Mótið gekk heilt yfir mjög vel hjá Gróttuliðunum og nutu stelpurnar sín vel. Þær eru reynslunni ríkari og eflaust farnar að telja niður í næsta Símamót!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar