Skip to content

Rakel Lóa, María Lovísa og Tinna Brá í U15 og U16 úrtakshópum

Landsliðsþjálfarar U15 og U16 kvenna hafa valið hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum 22.-24. febrúar. Í U15 hópnum er Rakel Lóa Brynjarsdóttir, leikmaður 3. flokks. Í U16 hópnum eru þær María Lovísa Jónasdóttir og Tinna Brá Magnúsdóttir, en þær eru einnig leikmenn 3. flokks.

Knattspyrnudeild Gróttu er afar hreykin af þessum árangri og óskar stelpunum góðs gengis á æfingunum.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print