Skip to content

Pétur Rögnvaldsson tekur við meistaraflokki kvenna

Það er ánægjulegt að segja frá því að knattspyrnudeild Gróttu hefur gengið frá samningi við Pétur Rögnvaldsson sem aðalþjálfara meistaraflokks kvenna til næstu tveggja ára.

Hinn 28 ára gamla Pétur þarf ekki að kynna fyrir Gróttufólki en hann hefur þjálfað hjá knattspyrnudeildinni frá árinu 2015. Pétur var ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna í janúar 2019 og um haustið 2020 varð hann aðalþjálfari ásamt Magnúsi Erni. Pétur er með UEFA-B þjálfaragráðu og BSc gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Knattspyrnudeild Gróttu fagnar því að hafa Pétur áfram með meistaraflokk kvenna 👏🏼

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print