Skip to content

Öðru farsælu sumri hjá knattspyrnuskóla Gróttu lokið

Þá er enn öðru farsælu sumri hjá knattspyrnuskóla Gróttu lokið, en hann var starfrækur frá 11. júní til 2. ágúst. Góð mæting var á öll fjögur námskeiðin og voru yfir 300 börn sem sóttu skólann í sumar, og til viðbótar tæplega 70 krakkar sem sóttu sumarnámskeið fyrir 4. og 5. flokk. Áhugasamir og fjörugir krakkar, efnilegir unglingar og gott veður var virkilega góð blanda sem varð til þess að námskeiðin gengu gríðarlega vel. Hér má sjá myndir frá starfinu í sumar, en einnig eru fleiri myndir og myndbönd á instagram.com/grottasport. Hlökkum til næsta sumars

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print