Skip to content

Meistaraflokkur karla í 4. sæti í valinu á liði ársins

Kvennalið Vals í körfubolta var valið lið ársins á kjöri Íþróttamanns ársins í Hörpu þann 28. desember s.l. Þess ber að geta að karlalið Gróttu í knattspyrnu var í fjórða sæti í valinu á liði ársins! Eins og kunnugt er sigruðu strákarnir Inkasso-deildina sem nýliðar, eftir að hafa verið spáð 9. sæti fyrir mót. Ekkert knattspyrnulið hlaut fleiri atkvæði í kjörinu og má því að segja að Grótta sé knattspyrnulið ársins að mati íþróttafréttamanna!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print