Skip to content

Kjartan og Kári valdir í U19 ára landsliðið

Gróttumennirnir Kjartan Kári Halldórsson og Kári Daníel Alexandersson hafa verið valdir í hóp U19 ára landsliðsins sem mætir mætir U19 og U21 ára liðum Færeyja í tveimur vináttuleikjum í júní.

Liðið mætir U21 ára liði Færeyja 3. júní og hefst sá leikur kl. 16:30 að íslenskum tíma. U19 ára lið þjóðanna mætast svo 6. júní og hefst sá leikur kl. 14:00 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir fara fram í Svangaskarði. Leikirnir verða fyrstu leikir liðsins undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar.

Knattspyrnudeild Gróttu óskar Kjartani og Kára innilega til hamingju með valið !

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print