Skip to content

Íslandsbankamót Gróttu haldið í annað sinn

Um 470 stelpur lögðu leið sína á Vivaldivöllinn sunnudaginn 24. mars og tóku þátt í Íslandsbankamóti Gróttu.

Mótið var fyrir 6. og 7. flokk kvenna en Grótta, Afturelding, KR, Víkingur, Valur, Keflavík, Leiknir R., Afturelding, Þróttur, Stjarnan, Álftanes, ÍA, Fylkir og ÍR mættu til leiks. Hvert lið spilaði 5 leiki, en 6. flokkur spilaði þétt frá kl. 9-14 og þá tók 7. flokkur við sem spilaði til kl. 17.

Stelpurnar voru leystar út með verðlaunapening, AVA-vatni og glaðningi frá Íslandsbanka 👏🏼Mótið gekk mjög vel og stóðu stelpurnar sig með prýði í hvassviðri. Benedikt Bjarnason tók liðsmyndir á mótinu en þær má nálgast í heild sinni á Facebook síðu knattspyrnudeildarinnar.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Share on print
Print