Skip to content

Hákon í æfingahóp U21 árs landsliðsins

Hákon Rafn Valdimarsson er í æfingahóp U21 árs landsliðsins sem æfir saman dagana 3. og 4. mars.  

U21 karla leikur í lokakeppni EM 2021 í lok mars, en liðið er í riðli með Rússlandi, Frakklandi og Danmörku. Tvö efstu lið riðilsins fara svo áfram í átta liða úrslit, en þau fara fram í júní ásamt undanúrslitum og úrslitum. Mótið fer fram í Slóveníu og Ungverjalandi, en Ísland leikur alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni í Györ í Ungverjalandi.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print