Skip to content

Fyrsti þjálfarinn úr Gróttu í atvinnumennsku (staðfest) – Bjarki Már til Katar

Fréttir dagsins eru sannarlega gleðilegar en okkar eini sanni Bjarki Már Ólafsson er að taka til starfa hjá katarska stórliðinu Al Arabi ásamt Heimi Hallgrímssyni fyrrum landsliðsþjálfara.

Bjarki var yfirþjálfari yngri flokka á liðnu tímabili, var aðstoðarþjálfari í meistaraflokki og þjálfaði 7. flokk kvenna. Bjarki hefur komið að þjálfun margra flokka hjá Gróttu í gegnum tíðina en hann er annar af tveimur höfundum Gróttuleiðarinnar.

Al Arabi leikur í úrvalsdeildinni í Katar en eins og kunnugt er verður Heimsmeistarakeppnin í fótbolta haldin í landinu árið 2022. Al Arabi æfir einmitt á einu flottasta æfingasvæði í heimi hjá Aspire akademíunni en þar starfar úrvalslið lækna, sjúkraþjálfara og vísindamanna á sviði knattspyrnunnar.

Við óskum Bjarka innilega til hamingju með þetta stóra skref og hlökkum til að fylgjast með ævintýrum hans og Heimis í Katar.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print