Hin 16 ára gamla Emma Steinsen Jónsdóttir er gengin til liðs við Gróttu frá Val á láni út tímabilið. Emma er efnilegur varnarmaður sem á 6 leiki með U16 ára landsliðinu og einn leik með U17. Gróttasport ræddi við Emmu og Magnús Örn þjálfara eftir æfingu í gærkvöldi:
Maggi:
„Það er frábært að fá Emmu í okkar raðir. Hún er öflugur varnarmaður og auk þess flottur karakter og mikil keppnismanneskja. Hún hefur staðið sig vel á æfingum og smellpassar inn í hópinn“.
Emma:
„Ég er mjög ánægð með að vera komin og hlakka til að spila með Gróttu á tímabilinu. Mér leist strax vel á aðstæður og stelpurnar hafa tekið mér mjög vel. Þjálfunin hjá Gróttu er góð og ég er viss um að ég geti bætt mig hérna.“