Það er gleðiefni að tilkynna að þeir Dom Ankers og Paul Western verða áfram þjálfarar knattspyrnudeildar Gróttu eftir farsælt sumar 👏🏼Englendingarnir Dom og Paul hófu störf í sumar hjá Gróttu og unnu þar með flestum flokkum félagsins ásamt því að bjóða upp á afreksæfingar. Á komandi tímabili mun Dom þjálfa 5. og 2. flokk karla og Paul 3. flokk karla og kvenna. Dom og Paul verða einnig báðir í þjálfarateymum meistaraflokks karla og kvenna.
![](https://b1752376.smushcdn.com/1752376/wp-content/uploads/2021/11/252177889_877741252848442_1963595473598903846_n-768x1024.jpg?lossy=1&strip=1&webp=1)