Skip to content

Axel Ingi ráðinn þjálfari 7. og 8. flokks karla og kvenna

Axel Ingi Tynes hefur verið ráðinn sem aðalþjálfari 7. og 8. flokks karla og kvenna!

Stjórn knattspyrnudeildarinnar gekk frá ráðningu Axels nú á dögunum, en það er allt á fullu í vinnslu við ráðningu á þjálfurum yngri flokka þessa dagana. Axel hóf þjálfaraferil sinn hjá Gróttu fyrir þremur árum, og hefur hingað til þjálfað 7. flokk karla og 8. flokk karla og kvenna.

Axel er spenntur fyrir komandi tímabili með yngstu kynslóð knattspyrnudeildarinnar.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print