Skip to content

Aufí skoraði í sigri U18 gegn Svíþjóð 

Gróttukonan Arnfríður Auður Arnarsdóttir, betur þekkt sem Aufí, lék með U18 ára landsliði Íslands gegn Svíþjóð í byrjun desember. Liðin mættust í vináttuleik í Miðgarði þann 1. desember sl. og fór Ísland með 4-1 sigur. Aufí kom inn á á 64’ mínútu og var ekki lengi að setja sitt mark á leikinn en hún skoraði glæsilegt mark örfáum mínútum síðar. Frábær frammistaða hjá þessum unga og efnilega leikmanni. Gaman er að segja frá því að Aufí hefur spilað með þremur yngri landsliðum á árinu. Hún lék með U16 á UEFA mótinu í Englandi í apríl og á Norðurlandamótinu í júlí, með U17 í undankeppni EM í október og nú með U18 ára landsliðinu!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar