Skip to content

Aufí og Rebekka á leið til Finnlands með U16 ára landsliðinu

Gróttukonurnar Arnfríður Auður Arnarsdóttir og Rebekka Sif Brynjarsdóttir eru á leið til Finnlands með U16 ára landsliðinu sem tekur þátt í Norðurlandamótinu dagana 1. til 7. júlí næstkomandi. Knattspyrnudeild Gróttu er hreykin af því að eiga svona flotta fulltrúa innan þessa hóps. Aufí og Rebekka eru báðar leikmenn meistaraflokks Gróttu og gríðarlega efnilegar knattspyrnukonur.

Ísland mætir Englandi í fyrsta leik sínum á mótinu mánudaginn 1. júlí kl. 10:00. Úrslit leiksins skera svo úr um það hvaða liði það mætir í leik tvö og þrjú.
Það verður spennandi að fylgjast með þeim í Finnlandi í júlí!

Til hamingju stelpur og gangi ykkur vel!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar