Skip to content

Arnar Þór og Kristófer Orri framlengja hjá Gróttu

Þeir Arnar Þór Helgason og Kristófer Orri Pétursson hafa framlengt samninga sína við knattspyrnudeild Gróttu til tveggja ára.

Arnar Þór er 24 ára gamall miðvörður, sem hefur verið lykilmaður í vörn Gróttuliðsins síðastliðin ár ásamt því að vera afar ógnandi í vítateig andstæðinganna. Arnar Þór á að baki 83 leiki fyrir Gróttu og hefur skorað í þeim 9 mörk, en hann lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk félagsins árið 2016.

Kristófer Orri er 22 ára gamall miðjumaður, sem á að baki 74 leiki fyrir Gróttu, en hann lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk félagsins árið 2017. Kristófer hefur skorað 8 mörk fyrir meistaraflokk Gróttu og lagt upp fjölda marka fyrir félaga sína, sem hefur verið hans aðalsmerki. Enginn leikmaður gaf fleiri stoðsendingar í Pepsi Max deildinni sl. sumar en Kristófer Orri en þær voru 7 talsins

Samningarnir við Arnar Þór og Kristófer Orra eru mikið fagnaðarefni fyrir knattspyrnudeild Gróttu og alla stuðningsmenn félagsins.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print