Þeir Arnar Þór Helgason og Kristófer Orri Pétursson hafa framlengt samninga sína við knattspyrnudeild Gróttu til tveggja ára.
Arnar Þór er 24 ára gamall miðvörður, sem hefur verið lykilmaður í vörn Gróttuliðsins síðastliðin ár ásamt því að vera afar ógnandi í vítateig andstæðinganna. Arnar Þór á að baki 83 leiki fyrir Gróttu og hefur skorað í þeim 9 mörk, en hann lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk félagsins árið 2016.
Kristófer Orri er 22 ára gamall miðjumaður, sem á að baki 74 leiki fyrir Gróttu, en hann lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk félagsins árið 2017. Kristófer hefur skorað 8 mörk fyrir meistaraflokk Gróttu og lagt upp fjölda marka fyrir félaga sína, sem hefur verið hans aðalsmerki. Enginn leikmaður gaf fleiri stoðsendingar í Pepsi Max deildinni sl. sumar en Kristófer Orri en þær voru 7 talsins
Samningarnir við Arnar Þór og Kristófer Orra eru mikið fagnaðarefni fyrir knattspyrnudeild Gróttu og alla stuðningsmenn félagsins.