Skip to content

4. flokkur kvenna á Danacup í júlí

Þann 22. júlí hélt 4. flokkur kvenna til Danmerkur til þess að taka þátt í fjölmennasta móti sem haldið er í Evrópu. Galvaskir 32 leikmenn flugu út til Billund ásamt þjálfurum og farastjórum. Þaðan var svo farið með rútu til Hjorring þar sem mótið er haldið. Því má segja að þetta hafi verið dá gott ferðalag þennan daginn.

Liðin voru skipuð leikmönnum sem eru 13 ára og 14 ára.

G13 spilaði fyrsta leikinn á mótinu 24. Júlí sem var á móti Skjergard IL. Leikurinn var mjög kaflaskiptur en við klárlega betri aðilinn. Einbeitingaleysi gerði það þó að verkum að leikurinn tapaðist 3-0.

Næsti leikur hjá G13 var á móti HSV FB seinna um kvöldið sama dag og ætluðu okkar konur svo sannarlega að sýna hvað í þeim byggi. Í þessum leik spiluðu stelpurnar mun betur heldur en um morguninn og það hjálpaði sannarlega til að hitinn var ekki jafn mikil. Stelpurnar voru nánast í sókn allan tímann og náði Áshildur að koma okkur yfir með mjög fallegu marki eftir hornspyrnu. Lítið var eftir af leiktímanum þegar HSV ákvað að spýta í lófana enda á því að vinna leikinn 2-1. Ákaflega svekkjandi tap og alls ekki verðskuldað.

Daginn eftir var einn leikur á dagskrá hjá G13 á móti Flint FB sem var eins og hin tvö liðin frá Noregi. Leikurinn var frekar jafn allan tímann en því miður voru heilladísirnar ekki með okkur og sá leikur tapaðist 3-0.

Þetta þýddi því að við vorum neðstar í riðlinum og værum að fara taka þátt í B úrslitum. Þar mættum við sterku liði Kode IF frá Svíþjóð. Stelpurnar byrjuðu leikinn mjög vel en þegar við fengum á okkur fyrsta markið þá datt baráttuviljinn niður hjá okkur. Því var sanngjarnt tap 3-0 þar sem það vantaði allan baráttuvilja í okkar stelpur.

Stelpurnar í G14 spiluðu sinn fyrsta leik á móti Askoy SK. Sá leikur einkenndist af mjög góðu spili og frábærum sóknum að hálfu okkar stelpna sem hefðu klárlega átt að setja fleiri mörk. Lokatölur voru 2-0 okkur í vil.

Næsti leikur var á móti Ski og ballklubben Skiold en þær norsku gáfu okkur ekki mikinn mótblæ og því var þetta auðveldur 3-0 sigur. Eini mótblærinn í þessum leik var að sólin lék Bjössa þjálfara grimmt, þar sem hann skað brenndist á kálfunum.

Síðasti leikurinn í riðlinum var á móti Viking FK en þetta lið vann Dana-cup í fyrra og eru Norskirmeistarar. Önnur eins einbeiting og vilji hafði ekki sést áður hjá okkar stelpum. Þær gáfu ekkert eftir og liðið var mjög samstillt sem gerði Viking erfitt fyrir sem áttu eingin svör við okkar leik. Leikurinn var einstaklega skemmtilegur og spennandi sem fór 0-0. Úrslit leiksins þýddu að við kæmumst upp úr riðlinum í A-úrslit.

Í 16 liða úrslitum mættum við liði Skedsmo FK en þær enduðu í öðru sæti á Dana-cup í fyrra. Við byrjuðum leikinn mun betur og vorum líklegri til þess að skora en duttum svolítið niður í varnarleik en Tinna Brá markmaður varði nokkrum sinnum meistaralega. Í lok leiksins sóttum við mikið á mark Skedsmo en án árangurs. Eftir venjulegan leiktíma þá var staðan 0-0 og því fórum við í vítaspyrnukeppni. Heilladísirnar voru ekki með okkur og þurfum við að sætta okkur við að vera dottnar út.

Ferðin í heild sinni gekk mjög vel og voru stelpurnar frábærar. Að spila í 30 stiga hita 3 daga í röð, á lélegum og þurrum grasvöllum gegn útlenskum liðum er þvílík áskorun. Heppnin var ekki með okkur og áttum við meira skilið fótboltalega séð úr ferðinni heldur en við fengum. Mórallinn og liðsandinn var til fyrirmyndar bæði hjá liðunum og sem hópnum öllum sem heild sem styrktist til muna í þessari ferð.

Fyrir utan þess að keppa þá gerðu stelpurnar margt skemmtilegt. Þær fóru í verslunarferð, fóru í skemmtigarðinn Sömmerland og skelltu sér í Go-kart.

Myndirnar að neðan tók Margrét Kristín Jónsdóttir.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print