Skip to content

Strákar í Reykjavíkurúrvalinu

Um helgina fór fram Reykjavíkurúrvalsæfingar hjá strákum fæddum 2006. Boðaðir voru 28 strákar úr Reykjavíkurfélögunum og fóru æfingarnar fram í Víkinni og í Valsheimilinu.

Æfingarnar eru undirbúningur fyrir sterkt alþjóðlegt mót í Ungverjalandi í janúar 2022 þar sem Reykjavík hefur verið boðin þátttaka.

8 strákar úr Gróttu/KR voru boðaðir á æfingarnar. Þeir stóðu sig vel um helgina og vonandi fá þeir áframhaldandi möguleika á æfingum með hópnum. Þetta voru þeir Alex Kári Þórhallsson, Antoine Óskar Pantano, Bessi Teitsson, Flóki Hákonarson, Gísli Örn Alfreðsson, Hannes Pétur Hauksson, Hrafn Ingi Jóhannsson og Viðar Sigurjón Helgason.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print