Skip to content

Soffía framlengir við Gróttu

Markmaðurinn öflugi Soffía Steingrímsdóttir hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild Gróttu um 2 ár.

Soffía sem varð 20 ára í síðustu viku er uppalin hjá félaginu og er þrátt fyrir ungan aldur á leið inn í sitt 5 keppnistímabil í meistaraflokki og er því með reynslumeiri leikmönnum liðsins.

Á síðasta keppnistímabili lék Soffía 8 leiki með liðinu þar sem erfið meiðsli settu strík í reikninginn. Soffía sýndi þó mikinn vilja og keppnisskap og æfði vel í meiðslunum og er nú þegar snúin tilbaka til æfinga með liðinu sem eru frábærar fréttir.

Handknattleiksdeildin fagnar því mjög að hafa framlengt samning sinn við jafn öflugan markmann og Soffíu og hlökkum við mikið til að fylgjast með henni milli stanganna í vetur!

Áfram Grótta!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar