Skip to content

Sæþór í Gróttu

Sæþór Atlason hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Sæþór er tvítugur og er örvhentur hornamaður. Sæþór kemur frá Selfossi þar hann er uppalinn. Hann skoraði 27 mörk fyrir Selfyssinga í Olísdeildinni í vetur. Hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands undanfarin ár.

„Það er mikill fengur í Sæþóri. Hann er virkilega öflugur hornamaður og gríðarlega hraður. Hann mun því smellpassa í Gróttuliðið. Ég hlakka mikið til að vinna með honum næstu árin.“ sagði Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttuliðsins þegar samningar voru í höfn.

Á myndinni má sjá Ólaf Finnbogason formann Handknattleiksdeildar Gróttu og Sæþór Atlason handsala samninginn.

Velkominn í Gróttu, Sæþór !

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print