Skip to content

Katrín Anna framlengir

Örvhenti hornamaðurinn Katrín Anna Ásmundsdóttir hefur framlengt samning sinn við Gróttu til ársins 2026. Katrín Anna hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið með Gróttu til fjölda ára og á 98 leiki fyrir meistaraflokk félagsins.

Það eru frábær tíðindi að Katrín Anna verði áfram í herbúðum félagsins enda lykilleikmaður liðsins. Hún leikur á HM með U20 ára landslið kvenna síðar í mánuðnum. Þess fyrir utan var hún valin í æfingahóp A-landsliðs kvenna á vormánuðum.

Það eru gríðarleg ánægja með að Katrín Anna verði áfram í herbúðum Gróttu næstu árin enda liðið komið meðal bestu liða landsins í Olísdeild kvenna.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print