Skip to content

Robbi Gunn þjálfar Gróttu

Þjálfarateymi meistaraflokks karla Arnar Daði Arnarsson og Maksim Akbackev hafa óskað eftir að láta af störfum sem þjálfarar karlaliðsins og hefur stjórn Handknattleiksdeildar Gróttu samþykkt uppsögnina.

Á sama tíma hefur Róbert Gunnarsson verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í Gróttu. Róbert þekkja allir sem hafa fylgst með handbolta undanfarin ár en hann lék með íslenska landsliðinu til margra ára, frá 2001 til 2016. Róbert vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á EM í Austurríki 2010 með landsliðinu. Hann lék meðal annars með Gummersbach, Rhein Neckar Löwen og PSG á farsælum atvinnumannaferli.

Róbert er fæddur árið 1980 og flutti á Seltjarnarnes síðastliðið sumar eftir að hafa þjálfað 19 ára lið Århus, þjálfað í ungliðaakademíu liðsins og verið í þjálfarateymi aðalliðs Århus. Hann er núverandi landsliðsþjálfari U21 árs landsliðsins.Davíð Örn Hlöðversson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins.

Davíð Hlöðvers þekkja allir sem hafa komið nálægt handbolta á Nesinu undanfarin ár. Núna í vetur þjálfari Davíð 5. og 3.flokks kvenna ásamt því að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna.

Arnari Daða og Maksim er þakkað mikið og óeigingjarnt starf í þágu Gróttu undanfarin ár en Arnar Daði kom til félagsins sumarið 2019 og stýrði meistaraflokki í þrjú ár. Maksim kom til Gróttu vorið 2020 og hefur verið aðstoðarþjálfari karlaliðsins síðan þá. Saman hafa þeir náð eftirtektarverðum árangri með Gróttuliðið síðustu tímabil en hársbreidd vantaði að liðið kæmist í úrslitakeppnina í vor.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar