Skip to content

Maksim Akbachev ráðinn yfirþjálfari handknattleiksdeildar

Maksim Akbachev hefur verið ráðinn yfirþjálfari Gróttu til næstu tveggja ára. Hann tekur við því öfluga starfi sem Hákon Bridde hefur sinnt undanfarið ár við að leiða uppbyggingu handboltans í Gróttu, í samvinnu við stjórn og aðra þjálfara.Maksim gekk til liðs við Gróttu árið 2020 þegar hann hóf að þjálfa 4. flokk karla og kvenna.

Auk þess starfaði Maksim sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla undanfarið ár og sinnti afreksæfingum hjá félaginu.Þjálfaraferil sinn hóf Maksim hjá Val. Árin 2017-2019 þjálfaði hann hjá Haukum þar sem hann var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og stýrði einnig ungmennaliði félagsins í Grill-66 deildinni.

Maksim hefur einnig komið að þjálfun yngri landsliða Íslands og stýrði meðal annars U-17 ára landsliðinu í tvö ár.Maksim hefur á tíma sínum hjá Gróttu getið sér gott orð sem þjálfari, bæði með okkar yngstu iðkendur og þeim elstu. Það er því mikil tilhlökkun hjá stjórn Barna- og unglingaráðs Gróttu fyrir komandi tímabilum með Maksim við stjórnina enda á ferðinni metnaðarfullur og reynslumikill þjálfari sem hefur miklu að miðla til iðkenda og þjálfara.

Um leið og við óskum Maksim til hamingju með nýja hlutverkið þökkum við Hákoni fyrir frábært samstarf og óskum honum velfarnaðar í leik og starfi.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar