Skip to content

Lárus Gunnarsson framlengir

Handknattleiksdeild Gróttu hefur samið til tveggja ára við Lárus Gunnarsson. Lárus stóð í markinu hjá Gróttuliðinu ásamt nafna sínum í vetur og lokaði hreinlega markinu á köflum. Það eru því mikil gleðitíðindi að Lárus hafi framlengt samning sinn við félagið. Lárus Gunnarsson er 21 árs gamall og hefur leikið með Gróttu alla sína tíð að frátöldu stuttu stoppi hjá Val.

Lárusarnir tveir mynduðu gríðarlega öflugt markmannsteymi hjá Gróttu í vetur og góð tíðindi að hægt sé að halda því áfram.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar