Skip to content

Ída semur við Gróttu

Ída Margrét Stefánsdóttir hefur skrifað undir þriggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Ída Margrét hefur verið á láni hjá okkur frá Val í vetur en skiptir nú varanlega yfir til Gróttu.

Ída er 21 árs gömul og leikur sem vinstri skytta. Hún hefur komið eins og stormsveipur inn í Gróttuliðið og leikur lykilhlutverk með liðinu á báðum endum vallarins. Ída hefur skorað 89 mörk fyrir félagið í vetur.

„Það eru mikil gleðitíðindi að Ída semji við okkur til þriggja ára. Hún er gríðarlega öflug skytta. Það eru miklar vonir bundnar við að hún eigi eftir dafna enn frekar sem leikmaður á næstu misserum og hjálpa liðinu að tryggja sig meðal bestu liða landsins“, sagði Sigurjón Friðbjörn Björnsson þjálfari liðsins við undirritunina.

Á næstu dögum má búast við frekari fréttum af leikmannamálum liðsins.

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print