Línumaðurinn og varnarjaxlinn Hannes Grimm mun snúa aftur til Gróttu fyrir komandi keppnistímabil en Hannes hefur á núverandi keppnistímabili leikið á láni með Stjörnunni.
Hannes þarft vart að kynna fyrir Gróttu fólki en hann er uppalinn hjá félaginu og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið yfir 50 leiki í Olís-deildinni. Auk þess hefur Hannes þjálfað hjá félaginu síðastliðin ár og því öllum hnútum kunnugur.
Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð með að fá Hannes aftur enda mun hann styrkja Gróttu-liðið umtalsvert fyrir átökin í vetur.
Við bjóðum Hannes velkominn tilbaka!