Skip to content

Flatbakan áfram styrktaraðili handknattleiksdeildar Gróttu

Íslenska Flatbakan og Handknattleiksdeild Gróttu framlengdu í gær styrktarsamning sín á milli til næstu 2ja ára og verður Flatbakan því áfram einn af aðal styrktaraðilum deildarinnar.

Handknattleiksdeildin er gríðarlega þakklát Flatbökunni fyrir þeirra styrki síðast liðin ár og hlakkar til samstarfsins áfram næstu 2 árin en með þessu samstarfi verður Flatbakan enn sýnilegri á heimaleikjum félagsins og mun Bökubílinn frægi m.a verða á staðnum á heimaleikjum í vetur öllum Nesbúum og nærsveitungum reiðubúinn til þjónustu.

Handknattleiksdeildin hvetur jafnframt alla stuðningsmenn til að kíkja við til þeirra í Bæjarlinda eða í Mathöllina Höfða og smakka bestur bökur landsins! Einnig er Bökubíllinn á ferðinni í allt sumar og má fylgjast með þeim á Facebook hér.

Á myndinni fyrir neðan má sjá Lárus Gunnarsson formann handknattleiksdeildar Gróttu og Valgeir Gunnlaugsson einn af eigendum Flatbökunnar við undirritun samningsins í gær.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print