Skip to content

Daníel framlengir við Gróttu

Daníel Örn Griffin hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Daníel hefur verið í Gróttu undanfarin tvö ár en hann lenti í því óláni í lok seinasta tímabils að slíta krossband í hné og hefur því verið í endurhæfingu allt þetta tímabil. Hann er byrjaður að æfa með liðinu en stefnt er að því að hann byrji að spila með Gróttu í haust.

Daníel Örn Griffin er örvhentur og spilar sem hægri skytta. Hann er jafnvígur á báðum endum vallarins, kröftugur sóknarmaður og öflugur varnarmaður. Tímabilið 2020-2021 skoraði hann 73 mörk í 19 leikjum í Olísdeildinni.

„Það eru mikil gleðitíðindi að Daníel verði áfram hjá okkur í Gróttu enda frábær leikmaður sem gaman verður að sjá aftur á parketinu eftir árs fjarveru. Daníel tók miklum framförum á seinasta tímabili og ég er sannfærður að hann verði lykilleikmaður liðsins á næsta tímabili“, sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttuliðsins við undirritun samningsins.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print