Skip to content

Aron, Leonharð og Nökkvi í U21 árs landsliðinu

Núna í hádeginu var valið í U21 árs landslið karla sem æfir í byrjun nóvember. Liðið undirbýr sig af kappi fyrir undankeppni HM sem fer fram í Serbíu í janúar. Þrír Gróttumenn voru valdir í 15 manna æfingahóp en það eru þeir Aron Dagur Pálsson, Leonharð Þorgeir Harðarson og Nökkvi Dan Elliðason.

Allir þessir leikmenn leika lykilhlutverk með meistaraflokki félagsins auk þess að vera gjaldgengir í 2.flokk karla.

Grótta óskar þessum þremur leikmönnum til hamingju með valið og vonar að þeir verði valdir í lokahópinn sem fer til Serbíu í janúar.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar