Skip to content

Andri Fannar valinn í U20 ára landsliðið

Á dögunum var valið í öll yngri landslið karla. Í U20 ára landsliðinu áttum við hinn örvhenta Andra Fannar Elísson. Andri Fannar er búinn að koma vel inn í Gróttuliðið og hefur skorað 29 mörk með liðinu það sem af er Olísdeildinni.

Þjálfarar U20 ára landsliðsins eru Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon. Við óskum Andra Fannari til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum næstu daga.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print