Skip to content

Æfingar 9.flokks í handbolta

Skráning hafin fyrir æfingar 9.flokks

9.flokks æfingarnar hefja göngu sína aftur í janúar. Fyrsta æfingin er laugardaginn 7.janúar. 30 krakkar á leikskólaaldri tóku þátt á haustönninni og lærðu undirstöðuatriðin í handbolta með skemmtilegum leikjum og æfingum undir stjórn þjálfara flokksins, þeirra Arndísar Maríu Erlingsdóttur, Írisar Bjarkar Símonardóttur og þeirra góða aðstoðarfólks.

Skráningin er opin fyrir vorönnina en hún fer fram í gegnum Sportabler, https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

Áfram Grótta !

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print