Skip to content

Íþróttakona Gróttu – Nanna Guðmundsdóttir

Kjör Íþróttamanns- og konu Gróttu fór fram við hátíðlega athöfn í hátíðarsalnum í gær. Svo fór að okkar eina sanna Nanna Guðmundsdóttir var valin íþróttakona Gróttu. Þetta var í fyrsta sinn sem sú viðurkenning er veitt. Nanna er vel að titlinum komin. Hún er mögnuð fimleikakona og frábær fyrirmynd í fimleikasalnum. Það sem einkennir Nönnu er þrautseigja og dugnaður, mikill kraftur og fallegar hreyfingar. Hún lætur ekkert stoppa sig og gefst aldrei upp. Nanna hefur æft og keppt fyrir Gróttu frá unga aldri og unnið til hinna ýmsu verðlauna. Hún hefur verið í landsliði Íslands og keppt á stórmótum úti í heimi. Við erum afar stolt af því að hafa Nönnu í okkar röðum bæði sem iðkanda og einnig sem þjálfara í fimleikadeildinni. Fimleikadeildin hefur 10 sinnum áður átt Íþróttamann Gróttu og sæmir Nanna sér vel í hópi þeirra bestu. Til hamingju Nanna!

Laufey Birna Jóhannsdóttir var einnig tilnefnd af fimleikadeildinni til íþróttakonu Gróttu. Hún varð Íslandsmeistari unglinga í áhaldafimleikum kvenna á árinu og var í unglingalandsliði Íslands. Það verður spennandi að fylgjast með Laufeyju á komandi árum. Fjóla Guðrún Viðarsdóttir og Katrín Aradóttir voru tilnefndar til íþróttamanns æskunnar. Gabriella Belany og Sesselja Järvelä voru tilnefndar sem þjálfarar ársins og Guðrún Edda Haraldsdóttir til sjálfboðaliða ársins af fimleikadeild. Þá hlutu Jóhanna Sigmundsdóttir og Elizabeth Holt bronsmerki Gróttu.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print