Skip to content

Fimleikadeild Gróttu – Frábær árangur 2014-15

Fimleikadeildin veitti í dag iðkendum í áhaldafimleikum sem að náðu þrepinu sínu í vetur og verðlaunahöfum á Íslandsmótum viðurkenningu fyrir góðan árangur. Tuttuguogfimm Gróttustúlkur náðu þrepinu sínu í Fimleikastiganum á þessu keppnistímabili og færast upp um þrep næsta haust. Sex þeirra komust á verðlaunapall á Íslandsmóti í þrepum og tveir Íslandsmeistaratitlar komu í hús, í 5. þrepi og frjálsum æfingum unglinga. Frábær árangur hjá stúlkunum og þjálfurum þeirra í vetur. Við óskum þeim öllum til hamingju með árangurinn og góðs gengis í næsta þrepi Fimleikastigans og í næstu verkefnum.

Þeir sem að náðu þrepi á keppnistímabilinu 2014-2015

  1. þrep: Elín Birna Hallgrímsdóttir.
  2. þrep: Laufey Birna Jóhannsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir, Sunna Kristín Gísladóttir og Þórunn Anna Almarsdóttir.
  3. þrep: Bríet Bjarnadóttir, Fjóla Guðrún Viðarsdóttir og Katrín Aradóttir.
  4. þrep: Ásta Hlíf Harðardóttir, Saga Óskarsdóttir, Selma Katrín Ragnarsdóttir, Silja Björk Ægisdóttir og Teresa Nukun Steingrímsdóttir.
  5. þrep: Birna Kristín Einarsdóttir, Hanna María Hannesdóttir, Hildur Arnaldsdóttir, Ingibjörg Steinunn Einarsdóttir, Lilja Hugrún Pétursdóttir, Lydía Líf Reynisdóttir, María Bjarkar Jónsdóttir, Ragnheiður Ugla Gautsdóttir, Ragnheiður Vala Höskuldsdóttir, Sigurlína Sól Valþórsdóttir og Tanja Rut Rúnarsdóttir.

Íslandsmeistari unglinga í frjálsum æfingum:

Nanna Guðmundsdóttir

Íslandmeistari í 5. þrepi:

Ragnheiður Ugla Gautsdóttir

Verðlaunasæti í aldursflokkum á Íslandsmóti í þrepum:

Bríet Bjarnadóttir 1. sæti í 3. þrepi 12 ára

Hildur Arnaldsdóttir 1. sæti í 5. þrepi 12 ára

Katrín Aradóttir 1. sæti í 3. þrepi 11 ára

Sunna Kristín Gísladóttir í 2. sæti í 2. þrepi 12 ára og yngri

Teresa Nukun Steingrímsdóttir 1. sæti í 4. þrepi 12 ára

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print