Skip to content

Upplýsingar – Æskulýðsvettvangur, samskiptaráðgjafi, o.fl.

Til upplýsinga ~ Kæru félagsmenn Gróttu

Í ljósi umræðunar undanfarna daga viljum við upplýsa alla félagsmenn um þá verkferla og þann vettvang sem Grótta nýtir sér við aðstoð tilkynninga og úrvinnslu slíkra málefna. Mikilvægt er að einstaklingar sem orðið hafa fyrir einhverskonar ofbeldi eða óæskilegri hegðun geti leitað til óháðs aðila sem er sérfræðingur í meðferð slíkra mála.

Grótta á í góðu samstarfi við Æskulýðsvettvanginn aev.is sem eru sérfræðingar í slíkum málum fyrir þau félög sem eiga aðild að honum og er Grótta meðal þeirra. Eins er Grótta í samvinnu við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs en unnið er að því í dag að samræma verkferla þessara tveggja aðila. 

Allar upplýsingar um tilkynningar og ferli þeirra liggja á heimasíðu félagsins grotta.is/tilkynningar


Æskulýðsvettvangurinn
Einstaklingar sem telja sig hafa orðið fyrir óæskilegri hegðun (kynferðisbrot eða annarskonar ofbeldi) geta tilkynnt mál til fagráðs Æskulýðsvettvangsins. Öllum tilkynningum er tekið alvarlega og þeim komið í réttan farveg.

Í fagráðinu sitja alltaf tveir óháðir sérfræðingar sem hafa þekkingu, menntun og reynslu sem nýtist við meðferð kynferðisbrotamála og eineltismála. Í dag starfa lögfræðingur og sálfræðingur í fagráðinu. Framkvæmdastýra Æskulýðsvettvangsins er einnig starfsmaður fagráðsins. Engin greiðsla er tekin fyrir þjónustu samskiptaráðgjafa.

Heimasíða Æskulýðsvettvangsins er aev.is

Tilkynningar fyrir ósækilega hegðun er að finna á aev.is/verkfaerakistan/tilkynna-oaeskilega-hegdun


Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs
Allir eiga rétt á því að geta stundað sitt íþrótta- og/eða æskulýðsstarf í öruggu umhverfi. Einnig eiga allir iðkendur; börn, unglingar og fullorðnir óháð kynferði eða stöðu að öðru leyti að geta leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns vegna atvika og misgerða sem eiga sér stað án þess að þurfa að óttast afleiðingar.

Samskiptaráðgjafi er óháður aðili sem styður við, leiðbeinir og aðstoðar þá sem hafa upplifað einhverskonar ofbeldi eða einelti í slíku starfi. Sigurbjörg Sigurpálsdóttir er Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi eða einelti í sínu íþrótta- og æskulýðsstarfi eða eru ekki vissir og vilja fá ráðgjöf varðandi slík mál, geta haft samband við Sigurbjörgu með því að senda tölvupóst á sigurbjorg@dmg.is eða hringt í síma 839-9100. Engin greiðsla er tekin fyrir þjónustu samskiptaráðgjafa.


Barnavernd – Netnámskeið Æskulýðsvettvangsins
Markmiðið með námskeiðinu er að auka þekkingu starfsfólks og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsfélögum um land allt á einelti, ofbeldi og áreitni sem börn og ungmenni geta orðið fyrir og afleiðingunum af því.

Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð.

Netnámskeið Æskulýðsvettvangsins í barnavernd er öllum opið og ókeypis og hvetjum við alla til að kynna sér það. Nánar á aev.is/namskeid/verndum-thau


Fagráð Gróttu
Grótta starfrækir fagráð sem tekur til umfjöllunar mál er varða beina og óbeina mismunun, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni, ofbeldi og einelti innan Gróttu. Slík hegðun er litin alvarlegum augum og ekki liðin innan Gróttu.

Lögð er áhersla á samheldni, traust og góðan starfsanda. Sjá nánar hér.


Aðgerðaráætlun Gróttu gegn áreiti, einelti og ofbeldi.
Í aðgerðaráætluninni kemur fram að stefna Gróttu sé að veita íþróttaiðkendum faglega og metnaðarfulla þjónustu, með vellíðan og heilbrigði að leiðarljósi. Áhersla félagsins er á fjölbreytt íþróttastarf í einstaklings- og hópíþróttum með iðkendum á öllum aldri.

Grótta styður hegðunarviðmið Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og hefur það að markmiði að öllum sem starfa við Íþróttafélagið eða iðka þar íþróttir líði vel innan félagsins og fái jöfn tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum. Grótta á að vera öruggur staður til íþróttaiðkunar og vinnustaður þar sem starfið mótast af gagnkvæmri virðingu, kurteisi og umburðarlyndi einkennir samskipti fólks. Grótta leggur áherslu á að allir sem koma að starfi félagsins tileinki sér markmið félagsins, bæði starfsfólk, þjálfara, iðkendur, foreldra og aðra sem að starfi félagsins koma. Markmið þessarar stefnu og aðgerðaráætlunar er að stuðla að forvörnum og móta aðgerðir gegn áreitni, einelti og ofbeldi innan íþróttafélagsins Gróttu í samræmi við siðareglur Gróttu og reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Slík hegðun verður ekki liðin hjá íþróttafélaginu Gróttu, né heldur önnur ótilhlýðileg hegðun sem særir eða meiðir einstaka iðkendur, starfsmenn eða aðra sem koma að félaginu.

Nánari upplýsingar hér.

dadfa

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar