Skip to content

Upplýsingagjöf vegna samkomubanns

*Uppfært 21. mars kl. 17:30. Fljótlega í kjölfar tölvupóstsins sem ég sendi ykkur í gær kom eftirfarandi tilkynning frá ÍSÍ hér. Það er því ljóst að með þessari tilkynningu girða yfirvöld fyrir allt íþróttastarf í landinu á meðan á samkomubanni stendur. Íþróttafélagið Grótta mun að sjálfsögðu fara eftir þessum fyrirmælum yfirvalda og sýna þar með ábyrgð í verki.

Íþróttamannvirki Gróttu (íþróttahús og vallarhús) verða áfram lokuð eða til og með mánudeginum 13. apríl og allar æfingar falla því niður á fyrrgreindu tímabili.
Þjálfarar hafa verið hvattir til að vera í samskiptum við iðkendur sína í samkomubanninu. Margir hafa verið að senda heimaæfingar til sinna hópa og höfum við hvatt þjálfara til að halda því áfram.

Mælst er til þess að gervigrasvöllum verði lokað eins mikið og hægt er. Er það gert til að koma í veg fyrir hópasöfnun. Lokun gervigrasvallarins okkar er því miður ómöguleg. Því er mikilvægt er að foreldrar fylgist vel með því hvað krakkarnir eru að gera utan skóla en samkvæmt yfirvöldum þá eiga þau aðeins að umgangast þá krakka sem eru með þeim í hóp í skólanum.

Íþróttafélagið Grótta hvetur félagsmenn alla til huga vel að eigin heilsu næstu vikurnar og fylgja fyrirmælum um 2m fjarlægð og sóttvarnir. Munið að um tímabundið ástand er að ræða sem mun taka enda fyrr en seinna.

Nánari upplýsingar veitir Kári Garðarsson, GSM: 868-2426, kari@grottasport.is

——– eldri frétt fyrir neðan ——–

*Uppfært 20. mars kl. 21:00. Nú fyrr í dag birtist eftirfarandi tilkynning á vef Stjórnarráðsins hér. Það er ljóst að með þessari tilkynningu skýrist framhaldið nokkuð varðandi íþróttastarf í samkomubanni. Yfirvöld mælast til þess að hlé verði gert á öllu íþróttastarfi hvort sem um er að ræða börn, ungmenni eða fullorðna.

Í ljósi þessa hefur verið ákveðið að íþróttamannvirki Gróttu verði einnig lokuð nk. mánudag 23. mars.

Engar æfingar fara því fram þann dag. Fulltrúar deilda munu funda með undirrituðum á mánudag og í kjölfarið verður gefin út tilkynning varðandi áframhaldandi starfsemi Íþróttafélagsins Gróttu og deilda þess.

——– eldri frétt fyrir neðan ——–

Í ljósi nýjustu upplýsinga frá ÍSÍ sem birtust í gærkvöldi hefur aðalstjórn Gróttu ákveðið að allar æfingar yngri flokka í öllum greinum muni falla niður til mánudagsins 23. mars. Vonast er til þess að á þeim tímapunkti verði komnar frekari upplýsingar frá þar til bærum yfirvöldum til að hefja starfið að nýju.

Íþróttamannvirki Gróttu (vallarhús og íþróttahús) verða lokuð frá og með morgundeginum og til mánudags 23. mars.

Allir útleigutímar falla niður frá þriðjudegi 17. mars og til mánudags 23. mars.

Skrifstofa Gróttu verður opin eins og venjulega út vikuna eða frá 13:00-16:00. Sími 561-1133

Vil vekja athygli ykkar á spurt og svarað síðu UMFÍ varðandi samkomubannið á umfi.is

Fyrir þá sem fylgja Gróttu á Facebook þá setjum við inn reglulega upplýsingar þar inn.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar