Við hjá Íþróttafélaginu Gróttu erum ánægð að tilkynna ráðningu á nýjum vallarstjóra og yfirhúsverði.
Hlynur ráðinn vallarstjóri
Hlynur hefur verið ráðinn nýr vallarstjóri Gróttu og tekur við starfinu af Valda okkar. Hlynur kemur til okkar með mikla reynslu, en hann starfaði hjá Íþróttafélaginu Val um árabil í sambærilegu starfi. Við erum spennt fyrir því að fá Hlyn til liðs við okkur og vitum að hann á eftir að sinna starfinu af fagmennsku.
Jóhanna Selma verður yfirhúsvörður
Það gleður okkur einnig að tilkynna að Jóhanna Selma hefur verið ráðin yfirhúsvörður Gróttu. Yfirhúsvörður er ný staða hjá félaginu og meginn tilgangur starfsins er að skerpa alla yfirsýn yfir mannvirki félagsins, samhæfa vinnulag og bæta eftirfylgni með gæðum á viðhaldi og þrifum mannvirkjanna. Margir þekkja hana Jóhönnu, en hún hefur unnið sem húsvörður hjá félaginu í meira en 8 ár. Jóhanna hefur ávallt verið ómetanlegur starfskraftur og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við hana í nýju hlutverki.
Við óskum Hlyni og Jóhönnu Selmu innilega til hamingju með nýju stöðurnar og bjóðum þau velkomin í þeirra nýju verkefni hjá Gróttu!