Skip to content

Nýr framkvæmdastjóri fimleikadeildar

Fimleikadeild Gróttu hefur ráðið Guðrúnu Jónu Stefánsdóttur sem framkvæmdastjóra Fimleikadeildar en hún hóf störf þann 1. ágúst síðastliðinn. Guðrún hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu í fimleikum. Sjálf æfði Guðrún fimleika í 15 ár og hefur þjálfað fimleika til fjölda ára, og eins á hún þrjú börn sem æfa hjá Fimleikadeild Gróttu. Guðrún hlaut tilnefninguna sjálfboðaliði ársins hjá Fimleikadeild Gróttu árið 2023 fyrir ómetanlegt framlag hennar til deildarinnar. Guðrún er með meistaragráðu í mannauðsstjórnun og starfaði nú síðast sem sérfræðingur í mannauðsmálum hjá PLAY. Fimleikadeild Gróttu óskar Guðrúnu hjartanlega velkomna til félagsins og hlakkar til komandi samstarfs.

Hansína Þóra Gunnarsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Fimleikadeildar Gróttu hefur ákveðið að hverfa til annarra starfa. Hansína hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Fimleikadeildar frá því haustið 2023 og starfað sem þjálfari hjá félaginu í um 6 ár. Stjórn Fimleikadeildar Gróttu þakkar Hansínu kærlega fyrir frábært samstarf og óeigingjarnt starf síðustu misseri og óskar henni alls hins besta á nýjum vettvangi innan íþróttahreyfingar á Íslandi þar sem kraftar hennar munu sannarlega nýtast vel.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar