Skip to content

Fimleikadeild Gróttu hefur ráðið fjóra fimleikaþjálfara til starfa hjá deildinni fyrir næsta tímabil.

Fimleikadeild Gróttu hefur ráðið fjóra erlenda þjálfara til starfa hjá deildinni og hefja þeir allir störf í águst mánuði. Þjálfararnir er ungir og efnilegilegir og eru spennt fyrir því að koma að þjálfa í Gróttu. Grótta bíður þjálfarana velkomna til starfa hjá félaginu.

Elsa Garcia er 33 ára og er fyrrum landsliðskona Mexico í áhaldafimleikum. Elsa var í landsliði Mexico frá árinu 2000-2023 og fór meðal annars á ólympíuleika og á nokkur heimsmeistaramót. Elsa hefur unnið til 35 verðlauna á alþjóðlegum mótum. Hún ein af bestu fimleikakonum Mexico í áhaldafimleikum frá upphafi.

David Dexter er 27 ára frá Bandaríkjunum. Ungur og efnilegur þjálfari sem að hefur þjálfað fimleika í rúm 8 ár. Hann þjálfar nú hópa allt frá byrjendum upp í afreksþjálfun í Bandaríkjunum. David hefur verið að stunda háskólanám síðustu ár og er með  Bachelor’s of Health Science ásamt því að þjálfa fimleika.

Josiel 23 ára er einnig frá Bandaríkjunum og hefur þjálfað fimleika í yfir 6 ár og er mjög metnaðarfullur og áhugasamur þjálfari. Josiel hefur þjálfað börn frá leikskólaaldri uppí keppnishópa á eftri stigum fimleikastigans. Josiel útskrifast úr háskola nú í vor sem tölvunarfræðingur. Hann hefur sótt mikið að þjálfaranámskeiðum síðustu ár og hefur metnað fyrir því að menta sig meira í fimleikaþjálfun.

Csaba er 40 ára og er frá Ungverjalandi. Csaba hefur síðustu ár verið að þjálfa fimleika og vinna í Noregi frá því árið 2016. Csaba hefur þjálfað stelpur og stráka á öllum aldri. Einng hefur hann verið aðstoðarþjálfari í hópfimleikum.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar