Skip to content

Anna Úrsúla nýr verkefnastjóri Gróttu

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri á skrifstofu Íþróttafélagsins Gróttu. Anna Úrsúla kemur til starfa hjá okkur frá Eimskip þar sem hún hefur starfað sem deildarstjóri síðan 2013 en Anna er stjórnmálafræðingur að mennt. Anna er Gróttufólki að góðu kunn enda uppalinn innan raða félagsins sem iðkandi hjá handknattleiksdeild. Hún var fyrirliði meistaraflokks þegar liðið varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari árið 2015 og fylgdi því eftir með Íslandsmeistaratitli ári seinna. Anna hefur einnig leikið fjölda landsleikja fyrir Íslands hönd.

Forsvarsmenn félagsins eru þess fullviss að með ráðningunni sé félagið að fá afar hæfan einstakling til starfa. Anna Úrsúla er mikill leiðtogi sem hefur gott lag að því að fá fólk í lið með sér. Það er mikill kostur í þeim verkefnum sem framundan eru á skrifstofu aðalstjórnar félagsins. Bið ykkur öll að taka vel á móti Önnu en fyrsti starfsdagur hennar var sl. föstudagur.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar